lau 18. mars 2023 11:40
Aksentije Milisic
Arnór Breki framlengir við Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnór Breki Ásþórsson hefur framlengt samning sinn við Bestu deildarlið Fylkis en þessu greinir félagið frá í dag.


Arnór er fæddur árið 1998 og er uppalinn hjá Aftureldingu en hann spilaði með Fjölni á árunum 2018-2021. Hann gekk í raðir Fylkis í fyrra og spilaði 17 leiki þegar liðið vann Lengjudeildina.

Hann skoraði eitt mark síðasta sumar en alls hefur Arnór spilað 190 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 18 mörk.

Fylkir endaði í fjórða sæti í sínum riðli í Lengjubikarnum í ár en liðið vann tvo leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur. Liðið mætir Keflavík í fyrstu umferð Bestu deildarinnar þann 10. apríl á Wurth vellinum í Árbænum.

Í kjölfarið koma svo leikir gegn Víkingi og FH.

 


Athugasemdir
banner
banner