Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. apríl 2021 22:20
Aksentije Milisic
De Bruyne frá í mánuð?
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne, miðjumaður Manchester City, gæti verið frá í einn mánuð en óttast er að hann hafi orðið fyrir slæmum meiðslum í liðböndum á ökkla.

Þessi 29 ára gamli Belgi lenti illa á ökklanum eftir návígi við N'golo Kante, leikmann Chelsea, í sigri Chelsea á Man City í gær í undanúrslit enska bikarsins.

De Bruyne fór af velli og sagði Pep Guardiola, stjóri liðsins, eftir leikinn að meiðsli litu ekki vel út. De Bruyne mun fara í myndatöku á næstunni og mun niðurstaðan ekki vera ljós fyrr en eftir nokkra daga, vegna bólgu.

De Bruyne gæti verið frá í mánuð ef meiðslin eru það slæm. Þó er möguleiki að hann verði frá í styttri tíma ef að liðböndin eru ekki illa sködduð.

City getur enn unnið þrjá titla á þessari leiktíð. Liðið er með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, mætir Tottenham í úrslitaleik deildabikarsins og PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Því gæti farið svo að City verði án síns besta leikmanns þegar það mætir PSG í undanúrslitunum. Fyrri leikurinn er 28. apríl næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner