Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   sun 18. apríl 2021 20:37
Aksentije Milisic
Ítalía: Allt jafnt á Diego Armando Maradona vellinum
Napoli 1 - 1 Inter
1-1 Stefan de Vrij ('36 , sjálfsmark)
1-1 Christian Eriksen ('55 )

Það var stórleikur á dagskrá í kvöld á Diego Armando Maradona vellinum í Napoli þegar heimamenn fengu Inter Milan í heimsókn.

Inter er með góða forystu á toppi deildarinnar á meðan Napoli er í bullandi baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Leikurinn var fjörugu og áttu bæði lið góð færi. Boltinn fór nokkrum sinnum í tréverkin í leiknum og gátu bæði lið stolið sigrinum.

Fyrsta mark leiksins kom á 36. mínútu og var það mjög skrautlegt. Lorenzo Insigne átti þá fyrirgjöfn sem Samir Handanovic, markvörður Inter, virtist vera búinn að grípa.

En þá kom Stefan de Vrij á fleygiferð og keyrði inn í Handanovic sem missti knöttinn í netið. Í fyrstu var markið skráð sem sjálfsmark á Handanovic en því síðar breytt á Stefan de Vrij.

Inter lét þetta ekki slá sig út af laginu og var það Daninn Christian Eriksen sem jafnaði metin á 55. mínútu með hörku skoti fyrir utan teig.

Bæði lið fengu sín færi til þess að klára leikinn en allt kom fyrir ekki. Inter er nú með níu stiga forystu á toppi deildarinnar á meðan Napoli er tveimur stigum á eftir Juventus sem situr í því fjórða.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 6 5 0 1 12 6 +6 15
2 Roma 6 5 0 1 7 2 +5 15
3 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
4 Inter 6 4 0 2 17 8 +9 12
5 Juventus 6 3 3 0 9 5 +4 12
6 Atalanta 6 2 4 0 11 5 +6 10
7 Bologna 6 3 1 2 9 5 +4 10
8 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
9 Como 6 2 3 1 7 5 +2 9
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Cagliari 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Lazio 6 2 1 3 10 7 +3 7
14 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
15 Parma 6 1 2 3 3 7 -4 5
16 Torino 6 1 2 3 5 13 -8 5
17 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
18 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
19 Pisa 7 0 3 4 3 10 -7 3
20 Genoa 6 0 2 4 3 9 -6 2
Athugasemdir
banner