Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   fim 18. apríl 2024 08:38
Elvar Geir Magnússon
Brasilískur Portúgali í vörnina hjá Dalvík/Reyni (Staðfest)
Lengjudeildin
Matheus Bissi.
Matheus Bissi.
Mynd: Dalvík/Reynir
Miðvörðurinn Matheus Bissi hefur gert samning við Dalvík/Reyni í Lengjudeildinni. Hann er 33 ára gamall.

„Matheus sem er brasilískur Portúgali kemur inn í liðið með gríðarlega reynslu á bakinu og hefur leikið í efstu deild í Litáen og Kasakstan undanfarin ár. Við bjóðum hann innilega velkominn til starfa og hlökkum til samstarfsins," segir í tilkynningu frá Dalvík.

Hann var byrjunarliðsmaður hjá FK Atyrau í Kasakstan en yfirgaf félagið í upphafi ársins.

Dalvík/Reynir kom á óvart með því að vinna 2. deildina í fyrra og verður spennandi að sjá liðið spreyta sig í Lengjudeildinni í sumar. Liðið tekur á móti ÍBV í 1. umferð laugardaginn 4. maí.

Dalvík/Reynir

Komnir
Alejandro Zambrano frá Spáni
Abdeen Temitope Abdul frá Malasíu
Nikola Kristinn Stojanovic frá Þór
Matheus Bissi frá Kasakstan
Björgvin Máni Bjarnason frá KA (var á láni hjá Völsungi)
Dagbjartur Búi Davíðsson á láni frá KA (var á láni hjá KF)
Freyr Jónsson frá Grindavík
Markús Máni Pétursson frá KA
Máni Dalstein Ingimarsson á láni frá KA
Mikael Aron Jóhannsson frá KA
Valur Örn Ellertsson frá KA

Farnir
Florentin Apostu til Ítalíu
Gunnlaugur Bjarnar Baldursson í Tindastól
Hamdja Kamara til Spánar
Númi Kárason í Magna
Toni Tipuric í Ægi
Auðunn Ingi Valtýsson í Þór (var á láni)
Kári Gautason í KA (var á láni)
Sigfús Fannar Gunnarsson í Þór (var á láni)
Þorvaldur Daði Jónsson í KA (var á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner