Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 18. apríl 2025 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Fonseca eftir tapið: Fögnuðum of snemma
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Paulo Fonseca þjálfari Lyon svaraði spurningum eftir ótrúlega dramatískt tap gegn Manchester United í gærkvöldi.

Liðin mættust á Old Trafford eftir 2-2 jafntefli í fyrri leiknum í Lyon og úr varð ótrúlegur leikur. Man Utd var sterkari aðilinn og leiddi 2-0 þar til í síðari hálfleik þegar Lyon tókst að koma til baka og knýja leikinn í framlengingu.

Það voru aðeins tíu leikmenn Lyon eftir inni á vellinum og komust þeir í tveggja marka forystu í framlengingunni, sem dugði þó ekki til. Rauðu djöflarnir snéru stöðunni aftur sér í vil með því að skora þrjú mörk í framlengingu. Lokatölur 5-4 fyrir Man Utd, 7-6 samanlagt.

„Það er mikill tilfinningarússíbani í gangi í hausnum á mér. Það er mjög erfitt að skilja hvað gerðist í þessum leik. Við gerðum stórkostlega hluti, við komumst í 4-2 forystu einum leikmanni færri en því miður þá fögnuðum við því alltof snemma," sagði Fonseca.

„Leikurinn var ekki búinn en leikmenn fögnuðu eins og þeir væru búnir að sigra. Það kom í bakið á okkur. Við réðum ekki við tilfinningarnar og þess vegna töpuðum við. Þetta er það eina neikvæða sem ég get sett út á núna strax eftir leik.

„Við áttum að drepa leikinn en okkur vantaði reynsluna til að gera það. Ég er sorgmæddur eftir þetta tap því mér fannst við eiga meira skilið."


Miðvörðurinn stóri Harry Maguire spilaði sem fremsti maður í framlengingunni og skoraði að lokum sigurmark Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner