Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   fös 18. maí 2018 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haukur Páll um hendina: Ekki viljaverk
Haukur Páll Sigurðsson.
Haukur Páll Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur gerði sitt þriðja jafntefli í röð þegar liðið mætti Stjörnunni í Pepsi-deild karla í kvöld. Segja má að Valsmenn hafi verið heppnir að ná í jafntefli þar sem bæði mörk liðsins voru umdeild. Leikurinn endaði 2-2.

Í seinna mark Vals fór boltinn af hendi Hauks Páls Sigurðssonar, fyrirliða Vals. Haukur Páll ræddi við fréttamann Fótbolta.net eftir leik og var hann fyrst spurður út í jöfnunarmark Vals.

„Siggi Dúlla var að segja mér að ég hefði tekið hann með hendinni, það var ekki viljaverk," sagði Haukur Páll.

„Mér fannst boltinn hrökkva af mér og til Sigga (Sigurðar Egils Lárussonar), sem kláraði vel. Ég var ekki að reyna að beita hendinni til þess að koma honum á Sigg. Ég verð að fá að sjá þetta aftur til þess að tjá mig betur um þetta."

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Stjarnan

Valur er Íslandsmeistari, en meistararnir hafa ekki byrjað nægilega vel. Liðið er með sex stig eftir fjóra leiki.

„Við verðum að líta inn á við og njóta þess meira að spila fótbolta. Við verðum að fá meiri gleði í þetta og jákvæðni. Það mun koma í næsta leik," sagði Haukur.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner