Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
   fös 18. maí 2018 21:57
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Kristins: Þurftum að sýna Blikum virðingu
Mynd: Raggi Óla
„Ég hefði nú viljað þrjú stig en ég held að þetta séu sanngjörn úrslit samt sem áður. Við áttum ágætis leik samt sem áður miðað við aðstæður, völlin og svo veðrið sem dundi á okkur þegar leið á leikinn en það var kannski ekki nema síðusta korterið eða tuttugu mínúturnar" sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir jafntefli við Breiðablik á Alvogenvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

„Það var ákveðið áhyggjuefni að fá þetta mark á sig og vera eitt núll undir á móti sterku Blikaliði en við sem betur fer vorum mjög fljótir að jafna leikinn og reyndum svo eins og við gátum að gera út um hann og ég held að bæði lið hafi verið að reyna það í 90 mínútur.

Við ætluðum ekki að gefa þeim neitt hérna. Við erum á KR vellinum og það koma engin lið hér og stjórna leikjum. Við ætlum ekki að leyfa neinum að gera það. Þess vegna fórum við hátt á þá og pressuðum þá og þvinguðum þá í langa bolta sem þeir kannski vilja helst ekki."


Fimm stig eftir fjórar umferðir. Hvernig horfir það við þér.

„Það er bara í góðu lagi. Við erum í fyrsta skipti á heimavelli í dag og við fjarlægjumst ekki toppinn eftir þennan leik. Við hefðum getað komist nær honum en Blikar eru ógnarsterkir í dag og við þurftum að sýna þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið og við þurfum að halda áfram að byggja upp þetta lið sem við erum að byggja upp
Athugasemdir
banner