Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. maí 2022 23:40
Brynjar Ingi Erluson
Fær Mbappe að ráða öllu hjá PSG?
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Edu Aguirre, góðvinur Cristiano Ronaldo og fréttamaður á El Chiringuito, segir nú frá því að franska félagið Paris Saint-Germain hafi nú boðið Kylian Mbappe að ráða öllu hjá félaginu, eitthvað sem hljómar svo klikkað að það hreinlega getur ekki verið satt.

Franski sóknarmaðurinn mun greina frá ákvörðun sinni á næstu dögum en hann mun velja á milli PSG og Real Madrid.

PSG er þegar búið að taka treyjur Mbappe úr sölu á heimasíðu félagsins og eru meiri líkur en minni á að hann gangi í raðir Real Madrid í sumar.

Hann mun þéna 25 milljónir evra í árslaun og fá 100 milljónir evra fyrir það eitt að skrifa nafn sitt á samninginn.

PSG hefur ekki sagt sitt síðasta og segir Aguirre nú frá því að félagið er tilbúið að gefa honum lykilinn að starfsemi félagsins. Það hljómar allt saman frekar dramatískt en það felst í því að hann fær að velja þjálfara og mun ráða hvaða leikmenn eru fengnir inn og hverjir eru seldir ofan á himinhá launapakkann.

Aguirre segir að örvænting hafi gripið um sig innan félagsins og að þetta sé lokatilraun til að halda Mbappe.


Athugasemdir
banner
banner
banner