Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 18. júní 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Að Englandi undanskildu, þá elskuðu allir Ísland"
Ashley Williams, fyrrum fyrirliði Wales, hefur útskýrt það hvers vegna landslið Wales fagnaði sigri Íslands gegn Englandi á EM 2016 svo vel og innilega.

Landsliðshópur Wales fagnaði því vel þegar Ísland lagði England að velli í 16-liða úrslitunum á EM 2016. Enska þjóðin var ekki sátt með myndbandið.

Wales var með Englandi í riðli á mótinu og það var mikið skotið fram og til baka á blaðamannafundum á milli landsliðanna. Það hafi svo farið í taugarnar á leikmönnum Wales hvernig England fagnaði dramatísku sigurmarki sínu gegn þeim. „Gary Neville, sem var í þjálfarateymi þeirra, hljóp að hornfánanum," sagði Williams við Ladbrokes.

„Stærsta ástæðan fyrir því að við fögnuðum svona samt, var af því að þetta var Ísland. Hver elskaði ekki Ísland á þessu móti? Að Englandi undanskildu, þá elskuðu allir Ísland."

Williams segist ekki vita hvernig myndbandið lak út, en Wales kom mjög á óvart á því móti með því að komast í undanúrslit.

Wales er einnig á Evrópumótinu núna og er í góðum málum í sínum riðli þegar ein umferð er eftir.


Athugasemdir
banner