Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   fös 18. júní 2021 22:48
Sverrir Örn Einarsson
Gústi Gylfa: Reynum að treysta því að menn haldi sér inn á vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Við töpum í rauninni jöfnum leik í lokin. Aftur gerist það hjá okkur síðustu fimm mínúturnar í leiknum. Þetta var bara í járnum “
Voru fyrstu viðbrögð Ágústs Gylfasonar þjálfara Gróttu sem þurfti að bíta í það súra epli annan leikinn í röð að tapa leik þar sem sigurmark andstæðingana kemur í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Grótta

Vendipunktur leiksins verður á 85.mínútu þegar miðvörðurinn stóri og stæðilegi Arnar Þór Helgason fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fyrr í leiknum hafði Sigurvin Reynisson fyrirliði Gróttu sloppið með skrekkinn eftir að hafa aðeins fengið gult spjald eftir ljóta tæklingu og kippti Ágúst honum því sem næst samstundis út af. Eftir á að hyggja hefði Ágúst mögulega átt að gera slíkt hið sama við Arnar?

„Addi er okkar hafsent og var búinn að verjast mjög vel í leiknum og þá er erfitt að taka þannig póst útaf vellinum svona seint í leiknum. Auðvitað var hann kominn með gult spjald en við bara reynum að treysta því að menn haldi sér inn á vellinum. “

Undir lok leiks missti Grótta Kára Daníel Alexandersson meiddann af velli og úr stúkunni leit út fyrir að hann væri sárkvalinn og að meiðslin væru slæm. Um hans ástand sagði Ágúst.

„Þetta lítur betur út en á horfðist. Hann var borinn út af en við vonumst til að þetta verði ekki langvarandi en við þurfum að fá myndatöku og annað af hnénu og sjáum svo hvað setur.“

Sagði Ágúst en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner