Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   fös 18. júní 2021 22:48
Sverrir Örn Einarsson
Gústi Gylfa: Reynum að treysta því að menn haldi sér inn á vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Við töpum í rauninni jöfnum leik í lokin. Aftur gerist það hjá okkur síðustu fimm mínúturnar í leiknum. Þetta var bara í járnum “
Voru fyrstu viðbrögð Ágústs Gylfasonar þjálfara Gróttu sem þurfti að bíta í það súra epli annan leikinn í röð að tapa leik þar sem sigurmark andstæðingana kemur í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Grótta

Vendipunktur leiksins verður á 85.mínútu þegar miðvörðurinn stóri og stæðilegi Arnar Þór Helgason fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fyrr í leiknum hafði Sigurvin Reynisson fyrirliði Gróttu sloppið með skrekkinn eftir að hafa aðeins fengið gult spjald eftir ljóta tæklingu og kippti Ágúst honum því sem næst samstundis út af. Eftir á að hyggja hefði Ágúst mögulega átt að gera slíkt hið sama við Arnar?

„Addi er okkar hafsent og var búinn að verjast mjög vel í leiknum og þá er erfitt að taka þannig póst útaf vellinum svona seint í leiknum. Auðvitað var hann kominn með gult spjald en við bara reynum að treysta því að menn haldi sér inn á vellinum. “

Undir lok leiks missti Grótta Kára Daníel Alexandersson meiddann af velli og úr stúkunni leit út fyrir að hann væri sárkvalinn og að meiðslin væru slæm. Um hans ástand sagði Ágúst.

„Þetta lítur betur út en á horfðist. Hann var borinn út af en við vonumst til að þetta verði ekki langvarandi en við þurfum að fá myndatöku og annað af hnénu og sjáum svo hvað setur.“

Sagði Ágúst en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner