Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 18. júní 2021 22:48
Sverrir Örn Einarsson
Gústi Gylfa: Reynum að treysta því að menn haldi sér inn á vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Við töpum í rauninni jöfnum leik í lokin. Aftur gerist það hjá okkur síðustu fimm mínúturnar í leiknum. Þetta var bara í járnum “
Voru fyrstu viðbrögð Ágústs Gylfasonar þjálfara Gróttu sem þurfti að bíta í það súra epli annan leikinn í röð að tapa leik þar sem sigurmark andstæðingana kemur í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Grótta

Vendipunktur leiksins verður á 85.mínútu þegar miðvörðurinn stóri og stæðilegi Arnar Þór Helgason fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fyrr í leiknum hafði Sigurvin Reynisson fyrirliði Gróttu sloppið með skrekkinn eftir að hafa aðeins fengið gult spjald eftir ljóta tæklingu og kippti Ágúst honum því sem næst samstundis út af. Eftir á að hyggja hefði Ágúst mögulega átt að gera slíkt hið sama við Arnar?

„Addi er okkar hafsent og var búinn að verjast mjög vel í leiknum og þá er erfitt að taka þannig póst útaf vellinum svona seint í leiknum. Auðvitað var hann kominn með gult spjald en við bara reynum að treysta því að menn haldi sér inn á vellinum. “

Undir lok leiks missti Grótta Kára Daníel Alexandersson meiddann af velli og úr stúkunni leit út fyrir að hann væri sárkvalinn og að meiðslin væru slæm. Um hans ástand sagði Ágúst.

„Þetta lítur betur út en á horfðist. Hann var borinn út af en við vonumst til að þetta verði ekki langvarandi en við þurfum að fá myndatöku og annað af hnénu og sjáum svo hvað setur.“

Sagði Ágúst en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner