Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   þri 18. júní 2024 21:26
Kári Snorrason
Davíð segir sterku röddina oft vera ástæðuna fyrir spjöldum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri fór í heimsókn í Árbæinn fyrr í kvöld og mættu Fylki í spennandi leik. Vestri komst yfir snemma leiks en Fylkismenn sneru taflinu við og fóru með sigur af hólmi. Davíð Smári, þjálfari Vestra mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  2 Vestri

Leikur sem hefði getað endað báðum megin, datt fyrir þá. Markverðirnir í stuði, full opinn leikur fyrir mig."

„Mér fannst við alltof lengi að keyra upp ákefðina í leiknum, við þurftum að bíða þangað til að það væru 7-8 mínútur eftir til að keyra upp ákefð og spyrja þá alvöru spurninga í varnarleiknum.
Hefðum við spilað 5 mínútum lengur þá hefðum við farið héðan með eitthvað."


Á 90. mínútu fékk Davíð að líta gula spjaldið

„Að öllu gríni slepptu þá endar það oft þannig að ég er með svo sterka rödd að ég virðist oft fá gul spjöld, þrátt fyrir að það sé ekkert meira en gengur á á hinum bekknum. "

„Það er búin að vera mikil bið eftir því. Loksins fáum við að spila á okkar heimavelli. Við fáum að minnka þessi ferðalög. Þetta er búið að vera mikið álag á hópinn, bæði líkamlega og andlega".

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner