Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ejuke fyrstur inn til Sevilla í sumar (Staðfest)
Mynd: EPA
Spænska félagið Sevilla er búið að staðfesta félagaskipti Chidera Ejuke til félagsins eftir að samningur hans við CSKA Moskvu rann út.

Ejuke er 26 ára kantmaður frá Nígeríu en hann á þrjá A-landsleiki að baki fyrir þjóð sína.

Ejuke yfirgaf Moskvu þegar stríðið fór af stað og hefur leikið fyrir Hertha Berlin og Royal Antwerp á lánssamningum síðan.

Hann er vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað sem sóknartengiliður í holunni eða á hægri kanti og mun því berjast við menn á borð við Lucas Ocampos og Dodi Lukebakio um byrjunarliðssæti.


Athugasemdir
banner