Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   þri 18. júní 2024 22:20
Þorsteinn Haukur Harðarson
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta er fyrsti sigur í deild gegn KR síðan 2016 þegar Garðar Gunnlaugs skoraði geggjað mark í Frostaskjólinu. Þetta var frábær sigur. Mér fannst við stórkostlegir í fyrri hálfleik og ótrúlegt að við höfum farið inn í hálfleikinn án þess að skora," sagði glaðlyndur Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 2-1 sigur gegn KR í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

"Ég hef svo mikla trú á þessum hóp að það var aldrei spurning í mínum huga að við myndum vinna þennan leik. Það var auðvitað hundleiðinlegt að setja einhverja spennu í þetta í lokin en mér fannst sigurinn fyllilega verðskuldaður og rúmlega það."

KR minnkaði muninn í uppbótartíma og fékk svo hornspyrnu alveg í lokin. Voru taugarnar þandar þá?

"Já og nei. Það hefði auðvitað verið hræðilegt að missa þetta niður í jafntefli. En við áttum sigurinn fyllilega skilið."

Eftir leikinn situr ÍA í 4. sæti deildarinnar. Hefði Jón ekki tekið því fyrir mótið? "Það er langt eftir af tímabilinu. Það er enginn tímapunkur að spá í það núna. En við erum ánægðir með holninguna á liðinu og hópnum."

Allt viðtalið við Jón Þór má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner