Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
   þri 18. júní 2024 22:20
Þorsteinn Haukur Harðarson
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta er fyrsti sigur í deild gegn KR síðan 2016 þegar Garðar Gunnlaugs skoraði geggjað mark í Frostaskjólinu. Þetta var frábær sigur. Mér fannst við stórkostlegir í fyrri hálfleik og ótrúlegt að við höfum farið inn í hálfleikinn án þess að skora," sagði glaðlyndur Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 2-1 sigur gegn KR í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

"Ég hef svo mikla trú á þessum hóp að það var aldrei spurning í mínum huga að við myndum vinna þennan leik. Það var auðvitað hundleiðinlegt að setja einhverja spennu í þetta í lokin en mér fannst sigurinn fyllilega verðskuldaður og rúmlega það."

KR minnkaði muninn í uppbótartíma og fékk svo hornspyrnu alveg í lokin. Voru taugarnar þandar þá?

"Já og nei. Það hefði auðvitað verið hræðilegt að missa þetta niður í jafntefli. En við áttum sigurinn fyllilega skilið."

Eftir leikinn situr ÍA í 4. sæti deildarinnar. Hefði Jón ekki tekið því fyrir mótið? "Það er langt eftir af tímabilinu. Það er enginn tímapunkur að spá í það núna. En við erum ánægðir með holninguna á liðinu og hópnum."

Allt viðtalið við Jón Þór má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner