Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 18. júlí 2019 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fljótfærni hjá Espanyol eftir sigur Stjörnunnar
Stjarnan er komið áfram í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir magnaðan sigur í einvígi sínu við Levadia Tallinn frá Eistlandi.

Stjarnan vann fyrri leikinn 2-1 og var staðan að loknum venjulegum leiktíma í Tallinn í kvöld 2-1 fyrir Levadia, sem skoraði annað mark sitt í leiknum á 89. mínútu.

Það var framlengt og þar komst Levadia yfir með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Það virtist allt stefna í það að Levadia væri að fara áfram, en Stjarnan gafst ekki upp og tókst að koma inn markið á þriðju mínútu uppbótartímans í framlengingunni. Varnarmaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði sigurmarkið.

Stjarnan mætir Espanyol frá Spáni í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Spænska úrvalsdeildarfélagið gerði mistök á Twitter í kvöld þegar þeir tilkynntu það að næsti mótherji liðsins yrði Levadia Tallinn. Svo er náttúrulega ekki og var fljótlega bætt úr þessum mistökum.





Athugasemdir