Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. júlí 2019 14:18
Brynjar Ingi Erluson
Mane við Klopp: Þú verður að láta mig í friði!
Jürgen Klopp og Sadio Mane eru miklir vinir
Jürgen Klopp og Sadio Mane eru miklir vinir
Mynd: Getty Images
Sadio Mane, leikmaður Liverpool á Englandi, er kominn í úrslitaleik Afríkukeppninnar með Senegal en liðið mætir Alsír á morgun.

Mane hefur verið magnaður með senegalska liðinu en hann er næst markahæsti maðurinn á mótinu á eftir Odion Ighalo.

Það er ljóst að Mane verður síðasti leikmaðurinn til að mæta til æfinga hjá Liverpool og óljóst hvort hann nái byrjun tímabilsins.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, sendir Mane reglulega skilaboð til að styðja hann en markmið Mane eru einföld hann kemur ekki heim strax.

„Þið vitið alveg hvernig Klopp er, hann er alltaf að senda mér skilaboð og ég segi alltaf við hann: „Klopp, veistu hvað? Því miður þá er ég ekki að koma til baka núna, það er svolítið í að ég komi aftur og þú þarft að láta mig í friði!" sagði Mane og hló.

Hann var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili ásamt Mohamed Salah og Pierre-Emerick Aubameyang.
Athugasemdir
banner
banner