Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fim 18. júlí 2024 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Leiknismönnum á Rafholtsvellinum í 13.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. 

Njarðvíkingar voru fyrir leikinn ekki búnir að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum en þeim tókst að komast aftur á sigurbraut í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  2 Leiknir R.

„Langt síðan við unnum síðast og bara virkilega gaman að sjá hvað strákarnir mínir lögðu sig mikið fram hérna í dag. Það er akkurat það sem við þurfum að gera í hverjum einasta leik til að vinna og við gerðum að í dag."  Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld.

Njarðvíkingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum og var virkilega sætt að komast aftur á sigurbraut.

„Auðvitað er það skemmtilegra. Það er skemmtilegra að fá græna punktinn. Við erum ekki búnir að vera ánægðir með spilamennskuna hjá okkur í síðustu leikjum en virkilega ánægður að sjá spilamennskuna hérna í dag og 'attitute'-ið inni á vellinum og þegar við gerum þetta þá erum við helvíti góðir." 

Indriði Áki Þorláksson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga í dag og spilaði 90 mínútur en hann hafði nýlega tekið fram skónna af hillunni og samið við Njarðvíkinga.

„Ég henti Indriða svolítið bara inn í djúpu laugina. Hann skilaði frábæru verki hérna í 90 mínútur og hann er ekki búin að spila fótbolta í hálft ár eða meira svo ég er bara hrikalega ánægður með að hann hafi náð að koma heill út úr þessu. Hann verður kannski stífur á morgun en hann stóð sig frábærlega eins og allir aðrir fannst mér." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner