Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, var svekktur eftir 2-1 tap sinna stúlkna gegn KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Eyjastúlkur fengu nóg af færum og klúðruðu víti en þurftu að sætta sig við tap.
Lestu um leikinn: KR 2 - 1 ÍBV
„Ég er óánægður með tapið, mér fannst það ekki gefa rétta mynd af því hvernig leikurinn þróaðist og spilaðist í dag. Við áttum færi og klúðrum víti, en þegar þú skorar ekki úr færunum færðu það í bakið," sagði Ian við Fótbolta.net.
„Við vorum að stjórna leiknum ágætlega en það vantar smá meiri kraft og gæði til að klára þessar sóknir. Við erum allt of stressuð og mér finnst við allt of oft taka vitlausa ákvörðun í kringum markteiginn."
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir






















