Sergio Agüero virtist ekki vera í sérlega góðu skapi þegar honum var skipt útaf í 2-2 jafntefli Manchester City gegn Tottenham í gær.
                
                
                                    Agüero spilaði fyrstu 66 mínúturnar og skoraði en staðan var 2-2 þegar honum var skipt útaf fyrir Gabriel Jesus.
Argentínski sóknarmaðurinn virtist rífast við Josep Guardiola á leið sinni á bekkinn og hefur Guardiola tjáð sig um atvikið.
„Hann hélt að ég væri pirraður út í sig útaf markinu sem við fengum á okkur en það er misskilningur. Við fengum mark á okkur úr horni," sagði Guardiola.
„Hann hélt ég væri pirraður út í sig. Ég tjái mig á líflegan hátt og það getur misskilist. Ég var einu sinni leikmaður og veit hvernig þetta er. Við töluðum saman eftir þetta, ég elska hann mjög mikið sem leikmann."
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        

 
                    
        
         
                        
        
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                