Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mið 18. ágúst 2021 10:44
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeild kvenna: Breiðablik í sjöunda himni
Karitas Tómasdóttir skoraði tvö mörk.
Karitas Tómasdóttir skoraði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 7 - 0 KÍ Klaksvík
1-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('28 )
2-0 Karitas Tómasdóttir ('34 )
3-0 Tiffany Janea Mc Carty ('36 )
4-0 Agla María Albertsdóttir ('45 )
5-0 Karitas Tómasdóttir ('45 )
6-0 Agla María Albertsdóttir ('58 , víti)
7-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('90 )
Lestu um leikinn

Breiðablik mætir Gintra frá Lit­há­en eða Flora Tall­inn frá Eistlandi um sæti í 2. um­ferð Meistaradeildar kvenna en sá leikur verður á laugardaginn.

Þetta varð ljóst þegar Breiðablik rúllaði yfir Færeyjameistara KÍ Klaksvík í Litháen 7-0 í morgun. Karitas Tómasdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu tvö mörk hvor.

Blikaliðið hafði gífurlega yfirburði frá upphafi til enda en gekk smá brösuglega að brjóta ísinn. Eftir að fyrsta markið kom opnuðust flóðgáttir og Kópavogsliðið gat leyft sér í seinni hálfleik að dreifa álaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner