Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 18. september 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Gerði grín að heyrnarlausum leikmanni
Will Palmer.
Will Palmer.
Mynd: Andy Palmer
Enska knattspyrnusambandið rannsakar ásakanir sautján ára leikmanns sem er heyrnarlaus og varð fyrir stríðni og áreiti vegna fötlunar sinnar. Leikmaðurinn heitir Will Palmer.

Stríðnin átti sér stað í 6-0 sigri liðs hans, Stamford, gegn Lincoln United í FA-bikarkeppni unglingaliða.

Sami einstaklingur gerði grín að því að Palmer er heyrnarlaus og eru fleiri en eitt atvik í leiknum nefnd í frétt Guardian.

Meðal annars setti andstæðingurinn hendina upp að eyranu og sagði: „Tjáðu þig félagi, ég heyri ekkert í þér."

Palmer fór í aðgerð sem gerði það að verkum að hann getur heyrt mjög lítillega og var í miklu áfalli yfir gríninu.

„Ég er bara 17 ára strákur sem vill spila fótbolta og ég átti mjög erfitt með að meðtaka þetta. Ég náði ekki að hrista þetta af mér. Ég vildi bara komast af vellinum sem fyrst og var nálægt því að biðja þjálfarann um að taka mig af velli," segir Palmer.

Lincoln hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að málið sé litið alvarlegum augum innan félagsins. Félagið standi fyrir jafnrétti og tekið verði á þessu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner