Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. september 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Solskjær: Hefur jákvæð áhrif á allan hópinn
De Gea (til hægri) á æfingasvæðinu.
De Gea (til hægri) á æfingasvæðinu.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það hafi jákvæð áhrif á allan leikmannahópinn að spænski markvörðurinn David de Gea hafi skrifað undir nýjan samning.

Samningaviðræðurnar tóku sinn tíma en á endanum ákvað United að ganga að háum launakröfum De Gea.

De Gea hefur fengið talsverða gagnrýni undanfarna mánuði en sýndi sínar bestu hliðar í 1-0 sigrinum gegn Leicester.

„Oftast náum við að halda þeim sem við viljum halda. Eftir að hafa rætt við David var ég sannfærður um að hann yrði áfram. David er hæstánægður og það var hægt að sjá einbeitinguna í augum hans gegn Leicester," segir Solskjær.

„Þetta hefur jákvæð áhrif á allan hópinn. Menn finna fyrir öryggi með hann fyrir aftan sig og hann hefur lagt mikið á sig. Ég er viss um að hann muni finna sig enn betur og verði hluti af velgengni United í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner