fös 18. september 2020 16:10
Magnús Már Einarsson
Átti að vera boltastrákur en endaði á varamannabekknum
Einar Örn Harðarson
Einar Örn Harðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, meiddist í upphitun fyrir 1-0 sigurinn gegn Víkingi R. í gær.

Pétur datt út úr hópnum og Hjörtur Logi Valgarðsson tók stöðu hans.

Við það losnaði sæti í leikmannahópi FH og það tók hinn ungi Einar Örn Harðarson sem hefur verið í hóp í nokkrum leikjum í sumar.

Einar var mættur á Kaplakrikavöll í gær til að vera boltastrákur á leiknum en eftir meiðsli Péturs breyttust þær áætlanir og hann var á meðal varamanna.

Þess má geta að þannig hafa boltastrákar komið við sögu í báðum leikjum FH og Víkings í sumar en ungur boltastrákur Víkings lagði upp mark fyrir Óttar Magnús Karlsson í fyrri leik liðanna eins og frægt varð.
Athugasemdir
banner
banner
banner