Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 18. september 2020 14:31
Magnús Már Einarsson
Chelsea án fjögurra sterkra leikmanna gegn Liverpool
Frank Lampard, stjóri Chelsea, hefur staðfest að Christian Pulisic, Thiago Silva, Ben Chilwell og Hakim Ziyech verði allir fjarri góðu gamni þegar liðið fær Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Silva, Chilwell og Ziyech gengu allir í raðir Chelsea í sumar en þeir eru meiddir og misstu einnig af 3-1 sigrinum gegn Brighton í fyrstu umferð.

Pulisic hefur einnig verið að glíma við meiðsli og hann verður ekki klár á sunnudag.

Timo Werner spilaði sinn fyrsta deildarleik með Chelsea gegn Brighton og hann verður einnig með á sunnudaginn.

Werner mætir þar Liverpool en hann var sterklega orðaður við ensku meistarana áður en kórónuveiru faraldurinn skall á.
Athugasemdir
banner
banner