fös 18. september 2020 21:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool búið að ganga frá kaupunum á Jota - Hoever til Wolves
Mynd: Getty Images
Þeir Paul Gorst, blaðamaður hjá Liverpool Echo og James Pearce, blaðamaður The Athletic sem fjallar sérstaklega um Liverpool, hafa staðfest að Liverpool sé búið að ganga frá kaupunum á Diogo Jota frá Wolves.

Ki-Jana Hoever fer í hina áttina, frá Liverpool til Wolves. Jota mun kosta Liverpool 45 milljónir punda, 41 milljónir verða greiddar strax og svo fjórar til viðbótar síðar meir. Wolves greiðir níu milljónir fyrir Hoever og 4,5 milljónir seinna. Liverpool fær svo 15% af næstu sölu.

Jota er 23 ára gamall sóknarmaður og Hoever er átján ára varnarmaður. Jota skrifar undir fimm ára samning við Liverpool.

Liverpool gekk fyrr í dag frá kaupunum á Thiago Alcantara frá Bayern Munchen svo það er nóg að gerast á skrifstofu Liverpool þennan daginn.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner