Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 18. september 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd lánar Garner til Watford (Staðfest)
Manchester United hefur lánað miðjumanninn unga Jamie Garner til Watford í Championship deildinni.

Hinn 19 ára gamli Garner var þrívegis í byrjunarliði Manchester United í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.

Garner lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í febrúar árið 2019.

Þá var hann valinn besti leikmaður U23 ára liðs Manchester United á síðasta tímabili en hann var fyrirliði þar og skoraði átta mörk í tíu leikjum.
Athugasemdir
banner