Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. september 2021 16:04
Aksentije Milisic
2.deild: KV upp í Lengjudeildina (Staðfest)
Sigurvin Ólafsson þjálfari KV fékk flugferð eftir leik.
Sigurvin Ólafsson þjálfari KV fékk flugferð eftir leik.
Mynd: Hilmar Þór
Lokaumferðin í 2. deild karla fór fram í dag en mikil spenna var um 2. sætið í deildinni.

Þróttur Vogum var búið að vinna deildina og var kapphlaupið á milli Völsungs og KV um annað sætið.

KV mætti Þrótti á heimavelli og sigur myndi duga liðinu upp um deild. Það varð raunin en heimamenn unnu 2-0 sigur í Vesturbænum. Patryk Hryniewicki og Askur Jóhannsson gerðu mörkin.

Völsungur vann sinn leik á útivelli gegn Njarðvík en það dugði ekki til. KV endar með einu stigi meira heldur en Völsungur.

Í öðrum leikjum vann Magni Kára, ÍR vann Reynir S í markaleik, Leiknir F vann slaginn fyrir austan gegn Fjarðabyggð og þá skildu Haukar og KF jöfn, 2-2.

KV 2-0 Þróttur V
1-0 Patryk Hryniewicki ('9)
2-0 Askur Jóhannsson ('77)

Njarðvík 0-1 Völsungur
0-1 Kifah Moussa Mourad ('16)

Haukar 2-2 KF

Magni 3-1 Kári

ÍR 4-3 Reynir Sandgerði

Fjaðrabyggð 0-3 Leiknir F
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner