lau 18. september 2021 12:10
Aksentije Milisic
Bissouma segist vera besti miðjumaðurinn í úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Yves Bissouma, leikmaður Brighton í ensku úrvalsdeildinni, sagði í viðtali við Glenn Murray, fyrrverandi leikmann Brighton, að hann sjálfur væri besti miðjumaður deildarinnar.

Bissouma hefur mikið verið hrósað af stuðningsmönnum og sérfræðingum fyrir spilamennsku sína og nú hefur hann sjálfur látið þau stóru orð falla að hann sé sá besti.

Liverpool og Manchester United hafa verið orðuð við þennan 25 ára gamla leikmann en það er ljóst að hann mun yfirgefa Brighton fyrr eða síðar.

„Ég vil ekki hljómar hrokafullur en að mínu mati er ég besti miðjumaðurinn í deildinni,” sagði Bissouma.

„Ég get ekki sagt annað nafn, ég veit að það eru margir frábærir miðjumenn í deildinni en mér finnst ég vera bestur.”

Áhugavert svo ekki sé meira sagt en Bissouma verður í eldlínunni á morgun þegar Brighton færi Leicester í heimsókn klukkan 13.

Athugasemdir
banner
banner
banner