Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   lau 18. september 2021 15:04
Aksentije Milisic
Ítalía: Þriðji sigur Fiorentina í röð
Mynd: EPA
Genoa 1 - 2 Fiorentina
0-1 Riccardo Saponara ('60 )
0-2 Giacomo Bonaventura
1-2 Domenico Criscito (90+6)

Fyrsti leikur dagsins í Serie A deildinni á Ítalíu er búinn en þar áttust við Genoa og Fiorentina.

Leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna þar sem Riccardo Saponara gerði fyrsta markið eftir klukkutíma leik eftir sendingu frá Giacomo Bonaventura. Heimamenn í Genoa vildu fá vítaspyrnu stuttu síðar og botnuðu ekkert í því afhverju VAR steig ekki inn í.

Það var síðan Giacomo Bonaventura sem skoraði undir lok leiks og nú eftir sendingu frá Saponara. Virðast ná vel saman þessir tveir.

Domenico Criscito tókst að klóra í bakkann af vítapunktinum en það var jafnframt síðasta spyrna leiksins.

Fiorentina tapaði sínum fyrsta leik í deildinni gegn AS Roma en síðan þá hefur liðið unnið þrjá í röð og er komið með níu stig á töfluna. Genoa er hins vegar með aðeins þrjú stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner