lau 18. september 2021 17:38
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Maður verður að vera skynsamur
Jürgen Kloppp og hans menn eru á toppnum
Jürgen Kloppp og hans menn eru á toppnum
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ánægður með gott dagsverk hjá liðinu eftir að það vann 3-0 sigur á Crystal Palace í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Liverpool er komið í efsta sæti deildarinnar eftir sigurinn en þeir Sadio Mane, Mohamed Salah og Naby Keita sáu til þess að heimamenn náðu í stigin þrjú.

„Ég sagði við drengina að þetta er einn erfiðasti 3-0 sigurinn sem ég hef séð. Við gáfum allt í þetta og skoruðum úr föstum leikatriðum. Palace varðist mjög vel," sagði Klopp.

„Ég sagði við strákana að þetta væri einn af þessum leikjum sem við þyrftum að vinna. Við vorum ekki frábærir. Sendingarnar á bakvið bakverðina okkar varð til þess að við þurfum að vernda svæðin. Þetta gerir völlinn mun stærri og Palace er með gæði en samt náðum við að halda þeim niðri. Við þurftum Alisson á ákveðnum augnablikum, sem er eðlilegt. Ég var sáttur með leikinn í heild sinni."

„Það var nú ekki planið að vera án Trent. Honum leið ekki vel eftir morgunmatinn en þetta er ekki Covid. Maður verður að vera skynsamur á svona tímum því sendum við hann heim. Milner kom inn og fannst mér hann vera maður leiksins í dag. Hann var stórkostlegur og spilaði frábærlega, eins og ungur leikmaður."


Ibrahima Konate spilaði fyrsta leik sinn fyrir Liverpool í dag. Hann var í vörninni með Virgil van Dijk.

„Hann var geggjaður. Þetta er eitthvað sem menn dreyma um og bíða óþreyjufullir eftir en þegar tækifærið kemur þá er þetta öðruvísi. Maður vill að liðið horfi á leiki og fylgist með því sem við gerum. Við þurfum að fá reynslu af því og hann gerði vel. Hann er með mikla hæfileika og verður bara betri. Hann mætti Benteke, Edouard og Zaha. Það var nýtt fyrir honum en þetta kemur hægt og rólega," sagði hann um Konate.

Sadio Mane gerði þá 100. mark sitt fyrir Liverpool en þetta var níundi leikurinn í röð sem hann skorar gegn Palace.

„100. markið hans fyrir Liverpool. Magnaður áfangi. Þessir drengir leggja hart að sér og uppskera svo eftir því í svona aðstæðum. Þetta var góður leikur hjá Sadio og enn og aftur lagði hann sig allan fram. Mo skoraði líka eftir fast leikatriði og svo Naby, wow," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner