sun 18. september 2022 13:17
Ívan Guðjón Baldursson
Ethan Nwaneri yngstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Mynd: Getty Images

Hinn 15 ára gamli Ethan Nwaneri fékk að spreyta sig í uppbótartíma í 0-3 sigri Arsenal á útivelli gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag.


Nwaneri varð um leið yngsti leikmaðurinn til að taka þátt í úrvalsdeildarleik frá upphafi og yngsti leikmaðurinn til að spila keppnisleik fyrir Arsenal, ári yngri heldur en Cesc Fabregas var þegar hann spilaði sinn fyrsta leik.

Harvey Elliott, leikmaður Liverpool, var yngstur í sögu úrvalsdeildarinnar áður en Nwaneri kom inn af bekknum í dag. Elliott var nýorðinn 16 ára gamall þegar hann fékk að spreyta sig með Fulham í deild þeirra bestu. Á þessari leiktíð er hann búinn að spila í öllum úrvalsdeildarleikjum Liverpool þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára gamall.

Nwaneri, sem verður 16 ára 21. mars, á níu leiki að baki fyrir U16 og U17 landslið Englands. Hann leikur sem miðjumaður.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner