Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   sun 18. september 2022 21:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Napoli á toppinn eftir sigur á AC Milan

AC Milan 1-2 Napoli
0-1 Matteo Politano ('55)
1-1 Olivier Giroud ('69)
1-2 Giovanni Simeone ('78)


AC Milan fékk Napoli í heimsókn í síðasta leik 7. umferðar í ítölsku Serie A í dag.

Liðin voru jöfn að stigum með 14 stig fyrir leikinn og var tækifæri fyrir bæði lið að komast á toppinn. Staðan var markalaus í hálfleik en í upphafi síðari hálfleik fékk Napoli vítaspyrnu.

Matteo Politano steig á punktinn og skoraði.

Olivier Giroud jafnaði metin en Giovanni Simeone tryggði Napoli sigurinn.

Þetta var gríðarlega sterkur sigur í ljósi þess að Napoli var án Victor Oshimen og Luciano Spalletti stjóra liðsins sem var í banni eftir að hafa fengið brottvísun í síðasta leik gegn Spezia.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
2 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
3 Inter 13 9 0 4 28 13 +15 27
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Como 13 6 6 1 19 7 +12 24
6 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
9 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
10 Sassuolo 13 5 2 6 16 16 0 17
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 13 3 7 3 16 14 +2 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Fiorentina 13 0 6 7 10 21 -11 6
20 Verona 13 0 6 7 8 20 -12 6
Athugasemdir