Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. september 2022 12:32
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Udinese á toppinn eftir verðskuldaðan sigur gegn Inter
Mynd: EPA

Udinese 3 - 1 Inter
0-1 Nicoló Barella ('5)
1-1 Milan Skriniar ('22, sjálfsmark)
2-1 Jaka Bijol ('84)
3-1 Tolgay Arslan ('93)


Udinese tók á móti Inter í ítölsku toppbaráttunni. Udinese virðist ætla að vera spútnik lið tímabilsins og sýndi frábæra frammistöðu gegn sterkum andstæðingum í dag.

Nicoló Barella tók forystuna fyrir Inter snemma leiks þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu sem var dæmd rétt fyrir utan vítateiginn.

Hinn eftirsótti Milan Skriniar varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net korteri eftir opnunarmarkið og staðan aftur orðin jöfn, 1-1.

Það ríkti jafnræði á vellinum þar sem lítið var um opin færi og stefndi allt í jafntefli þar til undir lokin. Gerard Deulofeu skipti þá um gír og gaf tvær góðar fyrirgjafir sem urðu að mörkum. Varnarjaxlinn Jaka Bijol stangaði hornspyrnu Deulofeu í netið á 84. mínútu áður en Tolgay Arslan innsiglaði sigurinn með skalla í uppbótartíma.

Udinese er á toppi deildarinnar með 16 stig eftir 7 umferðir. Napoli, Atalanta, Milan og Roma geta öll tekið toppsætið en þessi fjögur stórlið mætast innbyrðis í síðustu leikjum helgarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner