Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. september 2022 22:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mourinho: Greinilega eina leiðin að dýfa sér eins og trúður
Mynd: EPA

Jose Mourinho stjóri Roma á Ítalíu var pirraður yfir tapi liðsins gegn Atalanta í dag.


Leikurinn endaði 1-0 fyrir Atalanta en Roma fékk svo sannarlega tækifæri til að skora. Paulo Dybala meiddist í upphitun og Mourinho segir að liðið hafi saknað hans.

Mourinho vildi fá víti þegar brotið var á Nicolo Zaniolo en hann féll ekki og þess vegna dæmdi dómarinn ekki víti.

„Þetta var klár vítaspyrna. Ég þarf að senda leikmönnunum mínum ný skilaboð. Ég verð að segja þeim að standa ekki í fæturna, vertu trúður eins og svo margir sem dýfa sér eins og í sundlaug í þessari deild því það er greinilega leiðin til að fá víti," sagði Mourinho.

Mourinho mótmætli harkalega og strunsaði út á völl í miðjum leik til að ræða við dómarann og fékk að launum rautt spjald.


Athugasemdir
banner
banner
banner