Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. september 2022 11:10
Ívan Guðjón Baldursson
Óttar Magnús með sigurmark - Róbert Orri kom við sögu í sigri
Mynd: Oakland Roots
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óttar Magnús Karlsson skoraði eina mark leiksins er Oakland Roots lagði varalið New York Red Bulls að velli í bandarísku B-deildinni.


Óttar Magnús varð faðir á dögunum og missti af þremur leikjum í kjölfarið. Hann er búinn að spila tvo fulla leiki frá barnsburðinum, hann gaf stoðsendingu í sigri fyrir viku síðan og skoraði svo sigurmarkið í dag.

Óttar er í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 16 mörk, þremur mörkum eftir Philip Goodrum og Milan Iloski. Oakland er með 39 stig eftir 30 umferðir af tímabilinu.

Oakland Roots 1 - 0 New York Red Bulls II
1-0 Óttar Magnús Karlsson ('76)

Í MLS deildinni kom Róbert Orri Þorkelsson af bekknum á síðustu mínútunum í góðum sigri CF Montreal á útivelli gegn New England Revolution.

Alistair Johnston gerði eina mark leiksins á 72. mínútu en Róbert Orri fékk ekki að snerta grasið fyrr en í uppbótartíma.

Montreal er í öðru sæti með 59 stig eftir 32 umferðir, fimm stigum eftir toppliði Philadelphia Union í austurhlutanum. Í vesturhlutanum er bara Los Angeles FC með fleiri stig heldur en Montreal.

New England Revolution 0 - 1 CF Montreal
0-1 Alistair Johnston ('72)


Athugasemdir
banner
banner
banner