Paris Saint-Germain átti möguleika á því að vera með í baráttunni um enska miðjumanninn Jude Bellingham í sumar en ákvað að hafna því. Þetta kemur fram í Le Parisien.
Liverpool, Manchester City og Real Madrid eru meðal þeirra félaga sem voru hvað mest í umræðunni um Bellingham, en enski miðjumaðurinn valdi það að fara til Madrídinga.
Það kom mörgum á óvart að PSG hafi ekki verið í baráttunni um Bellingham, en PSG hefur laðað margar af stærstu stjörnum fótboltans til Frakklands undanfarin ár.
Luis Campos, yfirmaður fótboltamála hjá PSG, hafnaði möguleikanum að vera með í baráttunni þar sem hann var með auga á leikmanni úr akademíu franska félagsins.
Sá heitir Warren Zaire-Emery og er aðeins 17 ára gamall en hann hefur byrjað alla fimm leiki PSG á þessu tímabili og er því stór hluti af framtíðarplönum félagsins.
Athugasemdir