Arsenal vill Phillips, Neto og Gimenez - Chelsea vill Osimhen og Toney - Newcastle vill Andersen
   mán 18. september 2023 19:22
Ívan Guðjón Baldursson
Sirigu kominn til Nice (Staðfest)
Mynd: EPA

Franska félagið OGC Nice er búið að tilkynna félagsskipti Salvatore Sirigu til félagsins á frjálsri sölu.


Sirigu er gríðarlega reynslumikill markvörður frá Ítalíu sem var síðast samningsbundinn Fiorentina en fékk aðeins að spila tvo leiki á síðustu leiktíð.

Sirigu er 36 ára gamall og var síðast aðalmarkvörður þegar hann var hjá Genoa tímabilið 2021-22. Eftir það hefur hann verið varamarkvörður hjá Napoli og Fiorentina og núna mun hann berjast við Marcin Bulka um byrjunarliðstreyjuna hjá Nice.

Sirigu býr yfir mikilli reynslu úr franska boltanum eftir að hafa spilað 190 leiki á dvöl sinni hjá PSG, en hann hefur einnig leikið fyrir Torino og Palermo meðal annars. Þar að auki á hann 28 leiki að baki fyrir ítalska landsliðið þrátt fyrir harða samkeppni um markmannsstöðuna.

Nice hefur farið vel af stað á nýju tímabili og er enn taplaust eftir óvæntan sigur á útivelli gegn PSG í síðustu umferð. Nice er í þriðja sæti frönsku deildarinnar, með níu stig eftir fimm umferðir.


Athugasemdir
banner
banner