Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mán 18. september 2023 14:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skoraði fyrsta markið sitt í gær og framlengir ásamt tvíburabróður sínum í dag
watermark
Mynd: Fylkir
Fylkir greinir frá því í dag að tvíburarnir Þorkell og Þóroddur Víkingssynir séu búnir að framlengja samninga sína við félagið út tímabilið 2026.

Þeir eru fæddir árið 2004 og eru báðir lykilmenn í 2. flokki Fylkis. Þorkell hefur spilað með Elliða í 3. deildinni í sumar og Þóroddur hefur verið í kringum meistaraflokk Fylkis.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 ÍBV

Þóroddur gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fylki í gær þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn ÍBV í Bestu deildinni. Markið skoraði hann mjög fljótlega eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

„Við fögnum því að okkar ungu leikmenn haldi tryggð við félagið og hlökkum til að sjá þessa efnilegu leikmenn blómstra á næstu árum!" segir í tilkynningu Fylkis.
Rúnar Páll: Hann er mikill markaskorari
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 23 9 5 9 35 - 41 -6 32
2.    HK 23 6 8 9 38 - 49 -11 26
3.    Fylkir 23 5 7 11 31 - 47 -16 22
4.    Fram 24 5 6 13 35 - 50 -15 21
5.    ÍBV 24 5 6 13 28 - 47 -19 21
6.    Keflavík 23 1 9 13 22 - 46 -24 12
Athugasemdir
banner
banner
banner