Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid, sýndi brasilíska leikmanninum Rodrygo stuðning sinn á Instagram eftir 3-1 sigur liðsins á Stuttgart í gær.
Spænskir miðlar hafa verið duglegir við að auglýsa þriggja manna sóknarteymi Madrídinga sem inniheldur þá Bellingham, Vinicius Junior og Kylian Mbappe.
Þetta hefur farið í taugarnar á Rodrygo sem hefur verið stór hluti af gengi Real Madrid síðustu ár.
Talið er að Real Madrid hafi áhuga á að losa sig við Rodrygo, en Brasilíumaðurinn vill ekki fara frá félaginu.
Á dögunum birti Bellingham mynd af sér, Mbappe og Vinicius, en Rodrygo var ekki með á myndinni. Rodrygo svaraði með að birta mynd af sér Vinicius og Mbappe.
Miðlarnir fóru að skrifa um að andrúmsloftið í klefa Real Madrid væri heldur þungt, en Bellingham hefur kælt þær pælingar með ummælum undir nýjustu mynd Rodrygo á Instagram.
„Aðeins bjánar gleyma R-inu,“ skrifaði Bellingham, sem átti þar við um Rodrygo.
Bellingham tjáði sig einnig um umræðuna í viðtali eftir leik.
„Ég sá á samfélagsmiðlum að einhverjir eru að reyna að skapa einhverja neikvæðni á milli mín, Mbappe, Rodrygo og Vinicus. Sannleikurinn er sá að við erum góðir vinir innan sem utan vallar.“
??? Jude Bellingham x Rodrygo.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2024
Clear answer to reports of Real Madrid ‘forgetting’ Rodrygo… not at all. ?????? pic.twitter.com/Hv2mErpMDi
Athugasemdir