KR staðfesti í kvöld að Gabríel Hrannar Eyjólfsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.
Gabríel Hrannar er 25 ára gamall bakvörður en hann er uppalinn í KR. Hann gekk upphaflega til liðs við Gróttu árið 2018. Hann lék í kjölfarið með KV og Vestra. Hann hefur verið í liði Gróttu undanfarin fjögur tímabil.
Hann er enn einn leikmaðurinn sem Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótbotlamála hjá KR, þjálfaði á sínum tíma í 2. flokki KR.
Hann lék 19 leiki og skoraði fimm mörk í sumar þegar Grótta féll úr Lengjudeildinni.
Athugasemdir