Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. október 2021 10:01
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Ole Gunnar verður ekki rekinn og Real Madrid að taka frá Liverpool
Powerade
Ole Gunnar Solskjær er ekki að missa starfið sitt.
Ole Gunnar Solskjær er ekki að missa starfið sitt.
Mynd: EPA
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Powerade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið í ensku miðlunum.

Ólíklegt er að Barcelona muni fara á eftir Paul Pogba miðjumanni Man Utd þegar samningur hans rennur út í sumar því launakröfurnar eru of háar. (AS)

Burnley hefur áhuga á að fá Ross Barkley miðjumann Chelsea og enska landsliðsins í janúar. (Sun)

PSG mun reyna að fá annað hvort Robert Lewandowski frá Bayern Munchen eða Erling Braut Haaland frá Dortmund til að leysa stöðu Kylian Mbappe á næsta ári. Búist er við að Mbappe fari þá til Real Madrid. (Le 10 Sport)

Spænski framherjinn Ansu Fati er í samningaviðræðum um nýjan samning hjá Barcelona en Jorge Mendes umboðsmaður hans vill að samningurinnn verði til tveggja ára og hafnar milljón evra klásúlu í samninginn. (El Nacional)

Michael Edwards íþróttastjóri Liverpool er á óskalista Real Madrid en hann þykir lunkinn við leikmannakaup. (Sun)

Tottenham og Newcastle eru á eftir Dusan Vlahovic framherja Fiorentina og Serbíu. (Sun)

Aston Villa er á eftir Aaron Hickey vinstri bakverði bologna en skoski framherjinn villl þó vera áfram á Ítalíu. (Sun)

Ole Gunnar Solskjær verður ekki rekinn frá Man Utd þrátt fyrir að félagið hafi bara unnið fjóra af átta leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner