Eggert Aron Guðmundsson átti frábæran leik þegar Brann lagði Haugesund í norsku deildinni í dag.
Brann var með 1-0 forystu í hálfleik og Eggert bætti öðru markinu við strax í upphafi seinni hálfleiks. Brad Finne skoraði síðan sitt annað mark og þriðja mark Brann áður en Eggert bætti öðru marki sínu við og fjórða marki Brann.
Brann var með 1-0 forystu í hálfleik og Eggert bætti öðru markinu við strax í upphafi seinni hálfleiks. Brad Finne skoraði síðan sitt annað mark og þriðja mark Brann áður en Eggert bætti öðru marki sínu við og fjórða marki Brann.
Haugesund náði að klóra í bakkann en 4-1 urðu lokatölur. Sævar Atli Magnússon var ekki í leikmannahópnum en hann verður ekki meira með Brann á tímabilinu vegna meiðsla. Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.
Brann er í 3. sæti meeð 49 stig eftir 24 umferðir. Liðið er sex stigum á eftir toppliði Bodö/Glimt. Haugesund er aðeins með sex stig á botninum.
Athugasemdir