Hollenski varnarmaðurinn Hans Hateboer er á leið til Lyon frá Rennes en hann mun ganga í raðir félagsins strax. L'Equipe greinir frá.
Franska deildin leyfir félögum að kaupa einn leikmann frá öðru deildarliði utan hefðbundins félagaskiptaglugga og er sá sérstaki gluggi kallaður „Jóker“.
Lyon er í varnarmanna krísu og hefur félagið því ákveðið að skoða markaðinn en samkvæmt L'Equipe er Hateboer á leið á láni til Lyon frá Rennes.
Lyon mun greiða allan launakostnað Hateboer sem mun ganga í raðir Lyon á næstu dögum.
Þetta kemur sér sérstaklega vel fyrir Lyon en margir leikmenn fara á Afríkumótið í byrjun ársins og hefur Paulo Fonseca, þjálfari Lyon, verið mjög hrifinn af Hateboer í einhvern tíma.
Lyon nýtti einnig jóker-regluna á síðasta ári en þá fékk það miðjumanninn Jordan Veretout frá Marseille.
Athugasemdir