Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, var í skemmtilegu viðtali í hlaðvarpsþættinum Seinni níu þar sem rætt er við golfara af öllum gerðum.
Þeir Jón Júlíus Karlsson og Logi Bergmann Eiðsson stjórna þættinum.
Þróttur var nálægt því að komast upp í Bestu deildina á tímabilinu, liðið endaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar og féll út í undanúrslitum umspilsins. Sigurvin - Venni - verður áfram þjálfari liðsins.
Þeir Jón Júlíus Karlsson og Logi Bergmann Eiðsson stjórna þættinum.
Þróttur var nálægt því að komast upp í Bestu deildina á tímabilinu, liðið endaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar og féll út í undanúrslitum umspilsins. Sigurvin - Venni - verður áfram þjálfari liðsins.
„Þetta er verkefni sem ég hef áhuga á að vera lengur með, það er ekki búið. Við vorum fínir í sumar, gekk bara vel, en ekki nógu vel, við fórum ekki alla leið. Það er ekki nóg að það sé bara: „voða gaman af Þrótti, voða spennandi og flottir strákar." Þú verður að vinna," segir Venni sem ætlar sér meira með liðið.
„Það var gaman að sjá, þetta er skemmtilegur klúbbur, margir sem búa í Laugardalnum og Þróttarar eru svolítið litríkir, miklir karakterar sem eru aðalstuðningsmenn þessa félags. Þið mætið í lokaleikina og það er fullur völlur, mikil stemning," segir Jón Júlíus.
„Það var æðislega gaman að það varð allavega til eitthvað móment. Þú talar um að Þróttur sé svona félag, við allir höfum þessa mynd af Þrótti, ég líka frá því að maður var að spila og í yngri flokkunum. Þróttarar voru bara hressir gæjar og maður var aldrei hræddur við Þrótt, þetta voru bara hressir gæjar, djókarar. Ég vil að Þrótti sé tekið aðeins alvarlegar. Þetta er risahverfi, yngri flokka starfið er glæsilegt og Þróttur er eitt stærsta félagið þannig lagað. Það er engin ástæða fyrir því að Þróttur sé ekki besta liðið á landinu," segir Venni.
Eftir þessi orð Venna spurði Logi hann út í gamanþættina Brjánn sem voru sýndir á SÝN í haust þar sem Þróttur er í brennidepli. Í þættinum ræður Þróttur í örvæntingu sinni reynlslulausan þjálfara sem hafði mikinn áhuga á Football Manager.
„Myndir þú segja að Brjánn væri að hjálpa til við að fólk taki Þrótt alvarlega?" spurði Logi.
„Þetta er frábær punktur vegna þess að ég var ekkert sérstaklega ánægður með það. Ég hef ekkert á móti því, gott íslenskt skemmtiefni er bara frábært, ég er mikill aðdáandi gríns og er ánægður með að svona þættir séu búnir til, en ég var nú svo vitlaus að þegar verið var að taka þetta upp í fyrra þá tengdi ég ekki við að þetta væri Þróttur. Ég hélt það væri bara verið að taka upp tilbúið fótboltalið. En svo er þetta bara Þróttur, þetta rímar ekki alveg við það sem ég er að reyna snúa hjá Þrótti. Svo allir sem eru að hlusta átti sig á því, þá er þetta ekki svona (eins og í þættinum), þetta er bara grín," segir Venni. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.
Athugasemdir