Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Markus Gisdol tekinn við Köln (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Achim Beierlorzer var rekinn frá Köln í síðustu viku og er félagið búið að ráða Markus Gisdol í hans stað.

Gisdol er fimmtugur og býr yfir reynslu úr þýska boltanum eftir að hafa stýrt Hoffenheim og Hamburger SV.

Stuðningsmenn Kölnar eru ekki sérlega sáttir með þjálfaravalið enda gekk Gisdol skelfilega hjá Hamburger og var rekinn þaðan í janúar í fyrra eftir eitt og hálft ár við stjórn.

Þá er félagið einnig búið að tilkynna ráðningu Horst Heldt sem yfirmanni íþróttamála. Báðir skrifa þeir undir samning til 30. júní 2021.

Köln er búið að tapa síðustu fjórum keppnisleikjum sínum og er í næstneðsta sæti þýsku deildarinnar, með sjö stig eftir ellefu umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner