Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   lau 18. nóvember 2023 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
Þorsteinn var lykilmaður í U19 liði Íslands en missti af EM vegna meiðsla. Hann stefnir á að komast í U21 landsliðið sem fyrst.
Þorsteinn var lykilmaður í U19 liði Íslands en missti af EM vegna meiðsla. Hann stefnir á að komast í U21 landsliðið sem fyrst.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þorsteinn Aron Antonsson er genginn til liðs við Val eftir að hafa spilað með meistaraflokki uppeldisfélagsins Selfoss og U18 liði Fulham á Englandi hingað til á ferlinum, auk 2. flokks Stjörnunnar.

Þorsteinn er bráðefnilegur varnarmaður með 14 leiki að baki fyrir sterkt U19 ára landslið Íslands, sem komst alla leið á lokamót EM í sumar. Hann missti af mótinu vegna smávægilegra meiðsla en var mikilvægur í forkeppninni. Þau meiðsli voru svekkjandi vegna þess að á EM U19 hefði Þorsteinn fengið tækifæri til að hrífa njósnara frá ýmsum erlendum félagsliðum.

Þorsteinn er fæddur 2004 og því á nítjánda aldursári og er hann spenntur fyrir komandi áskorunum með Val. Hann virðist vera sérlega spenntur fyrir morgunæfingum liðsins.

„Það var áhugi frá Íslandi og aðeins erlendis líka en mér leist best á Val," sagði Þorsteinn Aron í viðtali við Fótbolta.net. „Markmiðið er klárlega alltaf að fara aftur út."

Þorsteinn segist vera spenntur að æfa undir stjórn Arnars Grétarssonar og veigrar sér ekki undan gríðarlegri samkeppni frá Hólmari Erni Eyjólfssyni og Elfari Frey Helgasyni.

Þorsteinn spilaði sem miðju- og kantmaður á yngri árum en Gunnar Borgþórsson breytti honum í hafsent eftir að hann fékk laglegan vaxtakipp sem leikmaður í yngri flokkum Selfoss.

Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner