Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. janúar 2020 13:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Burnley og Leicester: Mendy fær tækifæri
Mynd: Getty Images
Burnley tekur á móti Leicester í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Sean Dyche gerir tvær breytingar á byrjunarliði Burnley sem tapaði fyrir Chelsea í síðustu umferð.

Jay Rodriguez og Phil Bardsley koma inn í byrjunarliðið fyrir Aaron Lennon og Matt Lowton. Jóhann Berg Guðmundsson er ekki í leikmannahópinum vegna meiðsla.

Brendan Rodgers gerir einnig tvær breytingar á sínu liði eftir óvænt tap á heimavelli gegn Southampton í síðustu umferð.

Christian Fuchs og Nampalys Mendy koma inn í byrjunarliðið. Fuchs leysir Ben Chilwell af hólmi í vörninni og kemur Mendy inn fyrir Hamza Choudhury.

Leicester getur jafnað Manchester City á stigum í öðru sæti með sigri. Burnley er búið að tapa fjórum deildarleikjum í röð og situr aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Burnley: Pope, Bardsley, Tarkowski, Mee, Taylor, Hendrick, Cork, Westwood, McNeil, Wood, Rodriguez
Varamenn: Hart, Lowton, Brady, Pieters, Lennon, Vydra, Long

Leicester: Schmeichel, Ricardo, Soyuncu, Evans, Fuchs, Mendy, Praet, Maddison, Barnes, Perez, Vardy
Varamenn: Ward, Justin, Morgan, Gray, Tielemans, Albrighton, Iheanacho
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner