Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. janúar 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inter á eftir þremur leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni
Victor Moses er einn af þremenningunum.
Victor Moses er einn af þremenningunum.
Mynd: Getty Images
Inter hefur nú þegar fengið einn leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni í þessum félagaskiptaglugga; Ashley Young frá Manchester United. Þrír leikmenn til viðbótar úr deild þeirra bestu á Englandi eru á óskalistanum.

Inter hefur áhuga á Chelsea-mönununum Victor Moses og Olivier Giroud. Þá vill Inter einnig fá Christian Eriksen frá Tottenham, en Eriksen verður samingslaus næsta sumar.

Moses vann með Antonio Conte hjá Chelsea og spilaði hann stórt hlutverk sem vængbakvörður í Englandsmeistaraliði Chelsea þegar Conte var stjóri.

Moses, sem er 29 ára, er á láni hjá Fenerbahce, en hefur aðeins spilað sex leiki á þessu tímabili vegna meiðsla.

Franski sóknarmaðurinn Giroud spilaði einnig undir stjórn Conte hjá Chelsea. Samingur hans við Chelsea rennur út eftir tímabilið.

Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, hefur staðfest áhuga á Moses að því er kemur fram á Sky Sports.

Hann staðfestir þá einnig að hafa rætt við teymi Eriksen (27) og Giroud (33). Það á þó eftir að koma betur í ljós hvað gerist í þeirra málum.
Athugasemdir
banner
banner
banner