Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 19. janúar 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roy Keane segir Martial ekki nægilega góðan
Martial fékk dauðafæri.
Martial fékk dauðafæri.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, gagnrýndi sóknarmanninn Anthony Martial eftir 2-0 tap United gegn Liverpool á Anfield í kvöld.

Martial var líflegur í leiknum, en hann klúðraði algjöru dauðafæri í seinni hálfleiknum. Hann hefði getað jafnað leikinn.

Keane segir að Martial sé ekki nægilega góður fyrir Manchester United.

„Stóru sóknarmennirnir skora á stórum augnablikum. Þetta klúður gerir upp feril hans hjá félaginu - frábær undirbúningur, en hittir ekki rammann. Það eru engar afsakanir," sagði Keane á Sky Sports.

„Sóknarmennirnir sem stuðningsmennirnir muna alltaf eftir, þeir hitta rammann og þeir skora. Þess vegna er hann (Martial) ekki nægilega góður fyrir Manchester United."

Martial, sem er 24 ára, kom til Man Utd frá Mónakó árið 2015. Á þessari leiktíð hefur hann gert 11 mörk í 23 leikjum í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner