sun 19. janúar 2020 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Messi tryggði sigurinn í fyrsta leik Setién
Mynd: Getty Images
Stjóratíð Quique Setién í Barcelona byrjar á naumum sigri gegn Granada á heimavelli.

Lionel Messi skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu, stuttu eftir að German Sanchez, leikmaður Granada, hafði fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt. Granada var ekki svo langt frá því að ná forystunni um miðjan seinni hálfleikinn er Yan Brice Eteki átti skot í stöngina.

Sigur Börsunga staðreynd og er liðið á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar á markatölu. Real Madrid er í öðru sæti. Granada er í tíunda sæti.

Athletic Bilbao og Celta Vigo skildu jöfn, og þá vann botnlið deildarinnar, Stjörnubanarnir í Espanyol sigur gegn Villarreal á útivelli.

Athletic 1 - 1 Celta
0-1 Rafinha ('56 )
1-1 Raul Garcia ('76 , víti)

Barcelona 1 - 0 Granada CF
1-0 Lionel Andres Messi ('76 )
Rautt spjald: German Sanchez, Granada CF ('69)

Villarreal 1 - 2 Espanyol
0-1 David Lopez ('5 )
0-2 Raul De Tomas ('47 )
1-2 Santi Cazorla ('62 , víti)
Rautt spjald: Javi Lopez, Espanyol ('59)

Önnur úrslit:
Spánn: Mallorca skellti Valencia - Joaquin óstöðvandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner