Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. janúar 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Arteta: Munum sakna gæðanna hjá Özil
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að Mesut Özil eigi stóran þátt í sögu Arsenal og að félagið muni sakna gæða hans á vellinum.

Özil er að ganga frá starfslokasamningi við Arsenal eftir átta ár hjá félaginu en í kjölfarið mun hann semja við Fenerbahce í Tyrklandi.

Arteta valdi ekki Özil í leikmannahóp sinn fyrir tímabilið en hann fór þó fögrum orðum um leikmanninn eftir sigurinn á Newcastle í gærkvöldi.

„Mesut er í Tyrklandi í læknisskoðun sem þarf að klára. Síðan þarf að klára pappírsmál en það skiptir ekki máli - Við munum sakna gæðanna hjá Mesut," sagði Arteta.

„Hann er mjög sérstakur leikmaður sem er með mikla sögu hjá þessu fótboltafélagi og ef hann endar á því að semja þá mun ég segja betur frá minni skoðun þá."
Athugasemdir
banner
banner